Valgeir Skagfjörð er leikari, tónlistarmaður og leikskáld. Hann hefur áður skrifað barnabókina Saklausir sólardagar, ljóðabókina Sagnaljóð og sjálfshjálparbókina Fyrst ég gat hætt, getur þú það líka, auk smásagna og greina um um ýmis efni. Hann er höfundur fjölda verka fyrir leiksvið og hefur samið söngtexta fyrir ýmsa listamenn sem ratað hafa bæði á hljómplötur og í leikhús. Valgeir hefur einnig fengist við þýðingar, ritstjórn og blaðamennsku.
Svo týnist hjartaslóð er stærsta og metnaðarfyllsta verk hans til þessa.