Villueyjar

3.990 kr

Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið.
Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn
sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni.
Eftir það breytist allt.
Smám saman rennur það upp fyrir Arildu að hún getur engum treyst. Hún verður sjálf að leita svara, ekki bara um hryllinginn sem býr á Útsölum heldur einnig um sína eigin fjölskyldu.

Höfundur: Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
Blaðsíðufjöldi: 349