Rökkurhæðir
Bókaflokkurinn um íbúana í Rökkurhæðum er skrifaður fyrir unglinga. Þrátt fyrir númer á kili eru bækurnar ekki framhaldssögur og má lesa þær í hvaða röð sem er. Höfunda bókanna langaði til að skrifa saman bækur en samt ekki ekki þannig að hver bók væri skrifuð af báðum. Þá kom upp sú hugmynd að skapa heim þar sem jafn ólíkir rithöfundar og þær báðar gætu skrifað sögur sem tengdust án þess að þurfa að skrifa bækurnar í sameiningu. Tengingin milli bókanna er í gegnum hverfið Rökkurhæðir og er hver bók sjálfstæð eining sem er efnislega óháð hinum; hver bók getur staðið án hinna. Samt getur það gerst að atburður í einni bók dýpki skilning á einhverju sem gerðist í annarri, til dæmis getur aðalpersóna bókar birst sem aukapersóna í einhverri hinna bókanna og lesandinn fær því smátt og smátt heilsteyptari mynd af hverfinu og íbúum þess.
Rökkurhæðir eru skrifaðar af Mörtu Hlín og Birgittu Elínu.