Daníel langar að lita og opnar litakassann sinn en þar finnur hann bara bunka af bréfum. Bréfin eru frá litunum hans sem eru komnir með nóg! Þeir eru hættir! Svartur vill fá að lita meira en útlínur og blái liturinn er orðinn pínu þreyttur á að lita alla þessa himna og höf. Guli og appelsínuguli litirnir talast ekki lengur við því báðir telja sig vera hinn eina sanna lit sólarinnar.

Hvað getur Daníel gert til að stilla til friðar?

Höfundur: Drew Daywalt
Myndskreytt: Oliver Jeffers

Hér er ýmsar kennsluleiðbeiningar sem hafa verið sett upp fyrir Litina. Efnið er á ensku en við stefnum á að þýða þetta fljótlega.

Þegar litirnir fengu nóg hefur sópað að sér verðlaunum:

  • Besta barnabókin 2013 á Goodreads
  • Besta barnabókin 2013 hjá Barnes & Noble
  • Myndabók ársins 2013 hjá Amazon
  • Children‘s Book Council – bók ársins 2014
  • Wanda Gág Read Aloud Book Award (2014),
  • CBI – bók ársins, val lesenda 2014
  • Monarch Award Nominee (2015)
  • Barnabók ársins 2014 fyrir leikskóla, 1. og 2. bekk.
  • Nestle Children’s Book Prize Gold Award