Fyrirmyndarmóðir
Öll viljum við ólíka hluti í lífinu. Francie dreymir um að vera fyrirmyndarmóðir. Nell vill helst komast undan fortíðinni. Colette langar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Það eina sem Winnie þráir er að fá barnið sitt aftur.
Mömmuklúbburinn ákveður að bregða sér út á lífið. Gleðin hlýtur sviplegan endi þegar Mídasi, sex vikna gömlum syni Winniear, er rænt úr vöggunni sinni. Þegar rannsókn lögreglunnar strandar ákveða Nell, Colette og Francie að taka málin í sínar hendur. Barnshvarfið fær mikla athygli og þegar fjölmiðlar beina athygli sinni að móðurinni og öðrum meðlimum mömmuklúbbsins kemur ýmislegt misjafnt í ljós. Þá reynir á vinskapinn því flestir eru tilbúnir að gera nánast hvað sem er til að vernda ástvini sína.