Bekkurinn minn: Vinabókin

3.790 kr

Litur

Bekkurinn minn - Vinabók er um þig og vini þína: Veistu hvaða litir, bækur, bíómyndir og lög eru í uppáhaldi hjá vinum þínum?

Hvenær eiga þeir afmæli og í hvaða stjörnumerki eru þeir?

Hvort finnst þeim betra, ís eða nammi, steikt skordýr eða prumpusamloka?

Það er aðeins ein leið til að komast að því - biddu vini þína, bekkjarfélaga, liðsfélaga, frændsystkini eða hverja sem þér dettur í hug, um að skrifa svörin í þína bók og þú skrifar í þeirra!

Höfundur: Yrsa Þöll Gylfadóttir
Myndhöfundur: Iðunn Arna

Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan veggja skólans. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.