Brásól Brella - Vættir, vargar og vampírur

2.490 kr

Hvað myndir þú gera ef þú breyttir pabba þínum í puntsvín? Í alvöru?

Brella hélt að hún gæti ekki galdrað en þegar pabbi stendur skyndilega fyrir framan hana á fjórum fótum með beitta brodda er vitað mál að hún sé norn! Ófær um að breyta honum til baka ákveður Brella að leita sér hjálpar hjá Vála, galdrakarlinum stórfenglega. Leiðin til Vála er stórvarasöm, hún liggur gegnum Stóraskóg þar sem sísvangir úlfar og blóðþyrstar vampírur halda til. Tekst Brellu að komast klakklaust til Vála og koma pabba sínum í rétt horf – áður en mamma kemst að því hvað gerðist?

Höfundur: Ásrún Magnúsdóttir
Myndhöfundur: Iðunn Arna
Blaðsíðufjöldi: 130