Jólasveinarannsóknin
Dagana þrettán fyrir jól sefur Baldur álíka lítið og gamlir afar. Hann er nefilega andvaka af spenningi yfir fjallabræðrunum þrettán og hreinlega að missa sig af tilhlökkun.
Þrettán dagar til jóla!
Þrettán sveinar í röð!
Þrettán skógjafir!
Þrettán góðar ástæður til að missa sig af spenningi!
(segðu svo að þrettán sé óhappatala!)
Þetta vökustand á Baldri mun sannarlega ekki breytast í ár – það er alveg ábyggilegt – því Baldur og vinir hans - Elías og Hjörtur - fengu frábæra hugmynd. Þeir ætla að gera rannsókn með yfirskriftinni:
Eru jólasveinar til í alvörunni?
Þeir vinirnir eru ekki alveg vissir og sum bekkjarsystkin segja blákalt nei! Vopnaðir spjaldtölvum, vasaljósum, reglustriku, jólaseríum og einum apa hefjast vinirnir þrír handa. Samhliða leitinni að sannleikanum um tilvist jólasveinanna komast þeir að einu og öðru ...
Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir
Blaðsíðufjöldi: 141