Krókaleiðir hamingjunnar

990 kr

Kæru Jen og Tom.
Ég vona að þið afsakið þennan póst, sem kemur líklega eins og þruma úr heiðskíru lofti, og fyrirgefið mér nafnleysið. Ég vona að ykkur nægi að vita að það er góð ástæða fyrir hvoru tveggja.

Þið, Tom og Jen, þekkist ekki - ennþá - en ég held að þið ættuð að kynnast og þessum pósti er ætlað að reyna að koma því til leiðar. Þið megið kalla það góðverk í slæmum heimi ef þið viljið.

Ég legg til að þið tvö gefið ykkur tíma til að hittast þótt þið séuð alla jafna önnum kafin. Hvort það kviknar raunverulegur „neisti“ á milli ykkar þegar og ef þið hittist augliti til auglitis, verður í höndum forsjónarinnar.

Gangi ykkur vel og kærleiksríkar kveðjur,
Sameiginlegur vinur.

Þýðandi: Herdís M.Hübner
Blaðsíðufjöldi: 386