Lending

3.990 kr

Flugvélin hristist og skelfur. Allt leikur á reiðiskjálfi. Hávaðinn er ærandi, hlutir kastast til og frá...

Þannig hefst sagan um Kareem sem kom til Íslands eftir lengsta ferðalag í heimi, kastaði upp, lærði að telja á dönsku, gleymdi því strax, eignaðist vini og óvin, var sakaður um þjófnað og barðist við að týna ekki voninni.

Á meðan Kareem veltir fyrir sér hvort þetta séu endalokin bíður Toggi hundfúll á flugvellinum. Af hverju fær þessi nýi strákur eiginlega svona höfðinglegar móttökur?

Á sama tíma fær Auður bangsa í höfuðið. Úti í garði, á leið á flugvöllinn!
Hjalti Halldórsson er miðaldra strákpjakkur með brjálaðan áhuga á Íslendingasögunum. Þótt hann sé ekki alveg nógu gamall til að hafa skrifað þær hefur hann þó skrifað fjölmargar bækur fyrir börn og unglinga sem hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og lesenda. Þá hefur hann samið námsefni, unnið að og leikið í sjónvarpsefni fyrir börn auk þess sem hann heldur úti hlaðvarpinu Ormstungur (fyrir fólk með jafn undarlegan áhuga á Íslendingasögunum og hann).