NammiDagur

4.790 kr

Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu. Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar. Þau leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti ...

En hvaðan kom kjötið og hversu lengi geta bálskotnir unglingar verið saman í bústað án þess að hitni verulega í kolunum?

Bókin er framhald hinnar bráðfyndnu hrollvekjuástarsögu VeikindaDagur sem kom út í fyrra við frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. 
Vinsamlegast hafið í huga að bókin er fyrir unglinga og eldri lesendur en hvorki ætluð börnum né viðkvæmum sálum.

Höfundar NammiDags hafa hlotið verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda og hafa fengið bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.