Takk fyrir að hlusta
SEWANEE CHESTER þarf að gefa drauma sína um frama í Hollywood upp á bátinn þegar hún lendir í hræðilegu slysi. Hún er þó sátt við nýjan frama en nú sinnir hún leiklistinni sem hljóðbókalesari í upptökuklefa, ekki fyrir framan myndavélarnar. Einn vinsælasti ástarsagnahöfundur heims vill að hún lesi síðustu bók sína á móti Brock McNight, allra heitustu rödd bransans. Sewanee samþykkir með semingi, enda löngu hætt að lesa inn ástarsögur þar sem hún hefur ekki áhuga á að selja tálsýnir og drauma sem geta ekki ræst.
Þau Brock vinna bæði undir dulnefni, hvort í sínu landinu og í skjóli nafnleysis mynda þau óvænt og náin tengsl. Bæði leggja metnað í að skila góðu verki og eru því í miklum samskiptum. Og múrarnir sem Sewanee hefur byggt um hjarta sitt taka að brotna niður, hver af öðrum.
Þýðandi: Sunna Dís Másdóttir.
„Takk fyrir að hlusta er með fyndnustu, sniðugustu, kynþokkafyllstu og dásamlega flóknustu ástarsögum sem ég hef lesið lengi … Whelan er ein af mínum uppáhaldshöfundum.“ EMILY HENRY, höfundur Fólk sem við hittum í fríi
„Hnyttin og einlæg ástarsaga, stútfull af nýstárlegum útfærslum á öllum uppáhalds ástarsagnaklisjunum … Skyldulestur fyrir alla þá sem elska góða ástarsögu.“ TAYLOR JENKINS REID, New York Times metsöluhöfundur
JULIA WHELAN er margverðlaunaður hljóðbókalesari og hefur lesið inn yfir 500 bækur. Margar þeirra eru ástarsögur svo hér er hún svo sannarlega að skrifa um heim sem hún þekkir. Hún nýtir sér óspart allar helstu klisjur ástarsagnanna en gerir það á bæði kaldhæðinn og raunsæjan hátt þar sem aðalpersónurnar eru alveg jafn meðvitaðar og lesandinn um klisjurnar og hversu raunhæfar þær eru.