Bergrún Íris Sævarsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir er fædd árið 1985 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Bergrún útskrifaðist með BA gráðu í listfræði úr Háskóla Íslands 2009, lauk diplómanámi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2012 og sótti sumarskóla í barnabókagerð í Anglia Rushkin, Cambridge School of Art.
Bergrún hefur alltaf haft áhuga á barnabókum en sá áhugi fékk byr undir báða vængi þegar hún varð móðir haustið 2009. Hún hefur myndlýst fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Fyrsta bók Bergrúnar sem rithöfundur var barnabókin Vinur minn, vindurinn sem kom út hjá Bókabeitunni haustið 2014 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Verðlaun og viðurkenningar
- 2020 Vest Norrænu barnabókaverðlaunin: Lang-elstur að eilífu
- 2020 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Lang-elstur að eilífu
- 2020 Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna: Kennarinn sem hvarf
- 2019 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur: Kennarinn sem hvarf
- 2016 Vorvindar, viðurkenning IBBY fyrir framlag til barnamenningar
Tilnefningar
- 2019 Fjöruverðlaun- bókmenntaverðlaun kvenna: Lang-elstur í leynifélaginu
- 2018 Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna: Lang-elstur í bekknum
- 2018 Barnabókaverðlaun Reykjavíkur: Lang-elstur í bekknum
- 2015 Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir myndskreytingar: Viltu vera vinur minn?
- 2015 Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna: Vinur minn, vindurinn
- 2015 Barna- og unglingaverðlaun Norðurlandaráðs: Vinur minn, vindurinn