Lauflétt að lesa - Bekkurinn minn 3: Sigríður

2.490 kr

Þessi bók fjallar um Sigríði og lýsnar sem hreiðra um sig á höfði hennar. Það vill enginn vera með höfuðið fullt af lúsum ... eða hvað?

BEKKURINN MINN - LAUFLÉTT AÐ LESA er einfaldari útgáfa af hinum vinsæla bókaflokki Bekkurinn minn.

Hver bók er sögð frá sjónarhorni eins nemanda í íslenskum grunnskóla. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi og henta einstaklega vel fyrir þá sem eru að stíga sín allra fyrstu skref á lestrarbrautinni.

Höfundur texta: Yrsa Þöll Gylfadóttir
Höfundur mynda: Iðunn Arna

Blaðsíðufjöldi: 40

Bekkurinn minn og Bekkurinn minn: Lauflétt að lesa eftir Yrsu Þöll og Iðunni Örnu.
Þegar fyrstu bækurnar í upprunalegu seríunni komu út sýndu viðtökurnar að það var greinilegur skortur á lesefni fyrir nýlega læs börn. Það kom fljótt í ljós að jafnvel fluglæs börn hafa gaman af Bekkurinn minn og eru forvitin að kynnast öllum þessum ólíku börnum í bekknum, hverju með sína sögu og sjónarhorn. Enda endurspegla bækurnar íslenskan veruleika sem flest grunnskólabörn þekkja. Fljótlega sáum við að það vantaði líka skemmtilegt lesefni fyrir ný-nýlæsu börnin, þau sem eru rétt svo farin að stauta sig fram úr orðum og setningum. Það er auðvitað mikið um slíkar bækur sem börn fá í heimalestri í skólanum, en það eru ekki margar þeirra til sölu á almennum markaði, og ekki margar seríur til. Þess vegna kviknaði hugmyndin að Lauflétt að lesa seríunni. Bækurnar eru ennþá léttari útgáfa af fyrri bókum: sama saga, sömu myndir, en textinn er enn einfaldari og letrið stærra.