Funi og Alda falda

2.990 kr

Funi veit ekkert skemmtilegra en að vera inni.

Skemmtilegast af öllu finnst honum þó að vera inni OG í tölvunni. Mamma er ekki sammála og heimtar að hann fari út að leika og svoleiðis lagað getur gert Funa alveg ferlega fúlan.
Einn góðan veðurdag þegar hann hangir úti, í einni af ferlegu fýlunum, hittir hann dularfulla stelpu sem fer með hann í stórkostlegt ferðalag.

Funi og Alda Falda er eftir Hilmar Örn Óskarsson, hinn bráðsnjalla höfund Kamillu Vindmillu, og Helgu Ármann, myndskreyti og sögusmið. Bókin er sniðin að þörfum nýrra lesenda og kjörin fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri.