Hringavitleysa

3.390 kr

Af hverju í ósköpunum hafði Fjóla samþykkt að taka þátt í þessari vitleysu? Hún hefði aldrei átt að skríða inn í þennan bannsetta forngrip. Hún hefði aldrei átt að láta Lárus mana sig til að halda áfram inn um innri dyrnar. Nú var hún á harðahlaupum, með heimska belju og meðvitundarlausan kóngsson í eftirdragi og tvær ófrýnilegar tröllskessur á hælunum.

Þetta var algjörlega út í hött og alls ekki það sem hún hafði ætlað sér þegar hún mætti í skólann um morguninn.

Höfundur texta: Sigurrós Jóna Oddsdóttir
Höfundur mynda: Sigmundur B. Þorgeirsson
Blaðsíðufjöldi: 212