Nornasaga 2: Nýársnótt

3.690 kr

Ógnvænlegt ævintýri!
Katla er upptekin við allt annað en jólaundirbúning. Hún ætlar að opna galdragátt á nýársnótt til að nornin Heiður komist aftur til Íslands. Þess í stað veldur hún sprengingu og hrindir af stað æsilegri atburðarás. Barrtré spretta upp á methraða, systkini Kötlu hverfa, úlfur sést í Öskjuhlíðinni, tröllskessa við Tjörnina og ógnarlangur ormur í Reykjavíkurhöfn.

Hvað er eiginlega í gangi?
Er Gullveig komin aftur?
Ef ekki ... hver þá?
Katla og Máni þurfa að finna svör áður en það er of seint – og þá reynir á vinskapinn!

Nornasaga 2 - Nýársnótt er æsispennandi framhald bókarinnar Nornasaga - Hrekkjavakan. Bókin er ríkulega myndskreytt.

Höfundur texta og mynda: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Blaðsíðufjöldi: 231